Fara í efni
Mannlíf

Tap á móti sterku liði FH

Ein­ar Rafn Eiðsson var markahæsti maður leiksins, skoraði 11 mörk fyrir KA, en það dugði þeim þó ekki.. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tók í kvöld á móti toppliði FH í Olísdeild karla, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn endaði með öruggum sigri gestanna, 27-34, þrátt fyrir tilraunir KA manna í fyrri hálfleik til þess að klóra í bakkann. Fyrir leikinn sátu KA menn í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig en FH-ingar í því fyrsta með 17 stig.

FH-ingar byrjuðu af miklum krafti og voru fljótir að ná yfirhöndinni í leiknum. FH voru komnir með sjö marka forskot þegar KA menn ákváðu að gefa í og minnkuðu muninn í tvö mörk rétt undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik var þó aldrei spurning um hvort liðið myndi taka stigin tvö og náði FH mest níu marka forskoti og 27-34 sigur FH staðreynd.

Í viðtali við Instagram síðu félagsins sagði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA að helsti munurinn á liðunum hefði verið alltof magir tapaðir boltar KA manna. Viðtalið má sjá í heild sinni hér: Viðtal - Einar Rafn.

Einar Rafn var markahæsti leikmaður vallarins með 11 mörk og þar á eftir voru FH-ingarnir, Birgir Már Birgisson og Einar Bragi Aðalsteinsson, með 8 mörk hvor.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 11 (3 víti), Ott Varik 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Dagur Árni Heimisson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1, Ólafur Gústafsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1.

Varin skot: Nicolai Hornverdt Kristensen 9 (34,6%), Bruno Bernat 5 (22,7%).

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.