Fara í efni
Mannlíf

Sverrir hefur merkt 93 þúsund fugla!

Sverrir með auðnutittlinginn í gær - fugl númer 93 þúsund!

Sverrir Thorstensen, fuglaáhugamaður og fyrrverandi kennari á Akureyri, sló Íslandsmet í gær þegar hann merkti fallegan auðnutittling í húsagarði á Brekkunni. Það er 93 þúsundasti fuglinn sem Sverrir merkir, en hann hefur fengist við þetta áhugamál í liðlega fjóra áratugi.

Sverrir, sem kenndi í fjölda ára við Glerárskóla, hóf að merkja fugla árið 1979 ásamt Þóreyju eiginkonu sinni, þannig að 44. árið er runnið upp. Fuglar eru merktir til þess að safna upplýsingum m.a. til þess að vita hvert þeir fara, hve gamlir þeir verða og hvort þeir komi hvað eftir annað á sömu staði. Sú er raunin í mörgum tilfellum.

Meira síðar