Fara í efni
Mannlíf

Svavar og fluggáfaða ryksuguvélmennið

„Mér hefur alltaf staðið stuggur af því sem kallað er gervigreind,“ skrifar séra Svavar Alfreð Jónsson í nýjum pistli sem birtist á Akureyri.net í dag. Hann bætir svo við: „Þó er ég sérfræðingur í gervigreind; um árabil hef ég með góðum árangri stundað að sýnast gáfaðri en ég er – enda kannski ekki erfitt verkefni myndu sumir segja.“

Svavar upplýsir að þrátt fyrir róbótafælni hafi hann fyrir nokkrum vikum keypt ryksuguvélmenni. Það sé fluggáfað kvikindi. Í pistlinum lýsir Svavar „samskiptum“ þeirra á kostulegan hátt eins og honum einum er lagið.

Smellið hér til að lesa pistil Svavars Alfreðs.