Fara í efni
Mannlíf

Sunna Guðrún fer til Amicitia í Zürich

Sunna Guðrún Pétursdóttir í marki KA/Þórs gegn Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sunna Guðrún Pétursdóttir, markvörður handboltaliðs KA/Þórs, hefur samið til tveggja ára við svissneska liðið GC Amicitia í Zürich. Þetta kemur fram á handbolti.is.

„Það er ekki nema rúm vika síðan að félagið hafði samband við mig. Ég ákvað að stökkva á tilboðið. Bæði var að boðið var gott og síðan er æðislegt að búa út í Sviss,“ segir Sunna Guðrún við handbolti.is. Hún er 24 ára gömul og hefur leikið með KA/Þór síðustu tvö árin, var m.a. hluti af margföldu meistaraliði keppnistímabilið 2020 til 2021. Áður hafði hún leikið með yngri flokkum félagsins og er Akureyringur í húð og hár.

Sunna Guðrún útskrifast með BS í byggingaverkfræði síðar í þessum mánuði og fær vinnu við fagið ytra. Hún þekkir vel til í Sviss eftir að hafa leikið með LK Zug keppnistímabilið 2019 til 2020 en kom eftir það heim til Akureyrar vegna kórónuveirufaraldursins.

Nánar hér á handbolti.is