Fara í efni
Mannlíf

Stefnumál framboðanna á Svalbarðsströnd

Mynd af vef Svalbarðsstrandarhrepps

Í annað sinn frá upphafi verða listakosningar á Svalbarðsströnd í komandi sveitarstjórnarkostningum þann 14. maí næstkomandi. Tveir listar bjóða fram: A-listi, Strandarlistinn og Ö-listi, Ströndungar. Á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps kemur fram að þegar frestur til að tilkynna framboð rann út hafði einungis einn framboðslisti borist. Því bar kjörstjórn að framlengja frestinn um tvo sólarhringa og innan þess tímaramma bættist við annað framboð.

Framboð og stefnumál A-listans, Strandarlistans 

 1. Gestur Jónmundur Jensson, bóndi
 2. Anna Karen Úlfarsdóttir, nemi
 3. Ólafur Rúnar Ólafsson, sölustjóri
 4. Inga Margrét Árnadóttir, kennari
 5. Árný Þóra Ágústsdóttir, bókari
 6. Sigurður Halldórsson, bílamálari
 7. Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, listamaður
 8. Sindri Már Mánason, bóndi
 9. Trausti Guðmundsson, ráðgjafi
 10. Vilhjálmur Rósantsson, bóndi

Skólamál

 • Við viljum klára endurbætur í Valsárskóla og útisvæði Álfaborgar.
 • Við viljum auka stuðning við tvítyngda einstaklinga í sveitarfélaginu hvort heldur börn sem eru á skólastigi eða aðra íbúa.
 • Við viljum gera úttekt á stöðu samrekins grunn- og leikskóla vegna nemendafjölgunar og í kjölfar breytinga sem gerðar voru á síðasta kjörtímabili.
 • Við viljum skoða af alvöru tengibyggingu milli Ráðhúss og leik- og grunnskóla þar sem vettvangur skapast fyrir alla íbúa sveitarfélagsins til frekari samveru.

Félags- og velferðarmál

 • Við viljum að vinna að auknu félagsstarf fyrir alla aldurshópa sveitarfélagsins og styðja áfram við það félagsstarf sem unnið er í sveitarfélaginu.
 • Við viljum styðja enn frekar við eldra fólk í sveitarfélaginu m.a. með fjölbreyttara húsnæði, afsláttum fasteignagjalda og áframhaldandi góðri félagsþjónustu.
 • Við viljum styðja við þá miklu uppbyggingu sem orðin er hjá Ungmennafélaginu Æskunni og tryggja áframhaldandi gott ungmennastarf í samstarfi við Æskuna líkt og sumarið 2021.

Uppbygging og samgöngur

 • Við viljum halda áfram með hönnun á göngu- og hjólastíg norður Svalbarðsströnd og nýta það góða samstarf sem við höfum átt við Vegagerðina síðastliðið ár.
 • Við viljum halda áfram í 2. og 3. áfanga Valsárhverfis til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu, fjölbreyttari búsetukosti og styrkja samhliða net göngustíga.
 • Við viljum fylgja því eftir að 1. áfangi Valsárhverfis verði malbikaður sumarið 2022.

Fjármál og stjórnsýsla

 • Við viljum halda áfram að vinna að gegnsærri og skilvirkri stjórnsýslu.
 • Við viljum auka upplýsingaflæði varðandi fjármál sveitarfélagsins.
 • Við viljum halda áfram að leita verðtilboða og setja öll stærri verkefni í útboð til að tryggja gagnsæi og lágmarka kostnað.

Umhverfismál

 • Við viljum skoða fastan opnunartíma með starfsmanni á gámasvæðinu á Svalbarðseyri.
 • Vð viljum halda áfram að bjóða upp á fræðslutengda viðburði fyrir samfélagið varðandi umhverfismál s.s. flokkun úrgangs, hringrásarhagkerfið og fleira í þeim dúr.
 • Við viljum stuðla að aukinni skógræk i sveitarfélaginu með fræðslu og samvinnu við landeigendur, fyrirtæki og stofnanir.
 • Við viljum stuðla jafnt og þétt að orkuskiptum í sveitarfélaginu.
 • Við viljum vinna jafnt og þétt að kolefnishlutleysi sveitarfélagsins og vinna að kolefnisjöfnun framkvæmda á vegum sveitarfélagsins.

Sameiningarmál

 • Við teljum að þvingunaraðgerðir til sameiningar hvort heldur með beinum eða óbeinum hætti séu ekki til hagsbóta fyrir sveitarfélögin í landinu.
 • Við viljum kanna samstarf sveitarfélaga á breiðum grunni til að tryggja sjálfbærni og veita allra bestu þjónustu sem völ er á.
 • Við viljum halda áfram að kanna þá möguleika sem eru í stöðunni hvað varðar sameiningar á réttum forsendum sem yrði til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.
 • Við viljum árétta að ákvörðunarrétturinn er alltaf á endanum hjá íbúum sveitarfélagsins.

Facebook-síða A-listans: Strandarlistinn - Svalbarðsstrandarhreppi | Facebook

Framboð og stefnumál Ö-listans, Ströndunga 

 1. Bjarni Þór Guðmundsson bóndi
 2. Hanna Sigurjónsdóttir leikskólakennari
 3. Stefán Ari Sigurðsson bifvélavirki
 4. Sigrún Rósa Kjartansdóttir kennari
 5. Brynjólfur Snorri Brynjólfsson bóndi
 6. Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir iðjuþjálfi
 7. Arnar Þór Björnsson vélfræðingur
 8. Ingþór Björnsson sjómaður
 9. Auður Jakobsdóttir hótelstjóri
 10. Þorgils Guðmundsson vélvirki

Stefnumál Ö-listans

 • Efla enn frekar umhverfis-, lýðheilsu- og menningarmál.
 • Auka markaðssetningu á Svalbarðsstrandarhreppi sem góðum og vænlegum stað til að búa á og efla innviði.
 • Bjóða upp á fleiri valkosti í íþrótta- og tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.
 • Efla starf eldri borgara og auka framboð og fjölbreytni í æfingum og námskeiðahaldi.
 • Byggja upp opið fjölskyldu- og leiksvæði með leiktækjum og grillaðstöðu.
 • Styðja betur við leik- og grunnskóla með því að efla sérkennsluúrræði og auka stuðning við íbúa með annað móðurmál en íslensku.

Facebook-síða Ö-listans: Ströndungur xÖ - Svalbarðsstrandarhreppur | Facebook

Kjörfundur laugardaginn 14. maí nk. verður í Valsárskóla. Hann hefst kl. 10:00 og stendur til a.m.k 18:00.