Mannlíf
Stefán Þór: Lífið er ekki annað hvort eða
13.09.2025 kl. 06:00

Þessi menning að tefla alltaf fram tveimur pólum og láta mann velja á milli er komin í öfgar, segir Stefán Þór Sæmundsson í áttunda pistli sínum í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.
Stefán heldur áfram:
Lífið er ekki annað hvort eða og hið sanna mál- og skoðanafrelsi snýst ekki um tvö skaut, mínus eða plús, svart eða hvítt, Bítlana eða Stones, Laxness eða Gunnar, Duran Duran eða Wham, KA eða Þór og þannig mætti lengi telja. Ég vil geta svarað „hvorugt“ eða „hvort tveggja“ og helst bætt við „en/og“ og rökstutt mál mitt. Lífið er ekki yfirheyrsla þar sem svarað er með einsatkvæðisorðum.
Pistill Stefáns: Ekki ganga af göflunum