Fara í efni
Mannlíf

Sólarupprás á messu heilags Þorláks

Ljósmynd: Jón Óskar Ísleifsson.
Ljósmynd: Jón Óskar Ísleifsson.

Dag er örlítið tekið að lengja. Stysti dagur ársins var á mánudaginn þannig að nú nýtur mannskepnan birtu fáeinum andartökum lengur í dag en í gær og enn lengur á morgun. Jón Óskar Ísleifsson, góðvinur Akureyri.net, var á ferðinni með myndavélina í morgun eins og flesta daga og tók þessa fallegu mynd í kirkjugarðinum í Lögmannshlíð.