Fara í efni
Mannlíf

Sleðamenn sem kýr að vori! - MYNDIR

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Líf og fjör var í dag á nýrri æfingabraut fyrir vélsleðamenn, sem útbúin var fyrir helgi á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Þar brunuðu nokkrir og stukku á sleðum sínum og höfðu augljóslega gaman af, enda aðstæður frábærar og veðrið eins og best verður á kosið. Langt er síðan svo góð braut hefur staðið vélsleðamönnum í bænum til boða enda voru þeir eins og kýr að vori og léku á als oddi! Akureyri.net leit við með myndavélina, og fylgdist með hópnum æfa sig.

Íslandsmótið í snjókrossi verður haldið í ár í þremur hlutum; fyrsta keppnin verður í Mývatnssveit 13. mars, sú næsta á Akureyri. 27. mars og síðustu keppnisdagar eru 17. og 18. apríl, þegar keppt verður á Sauðárkróki.