Fara í efni
Mannlíf

Skimun snýst um líðan og líf – en líka kostnað

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um skimun í nýjum pistli sem Akureyri.net birtir í dag. Þetta er 20. pistill Ólafs Þórs í röðinni Fræðsla til forvarna.

„Skimun (e. screening) er það kallað þegar leitað er markvisst að sjúkdómum sem enn hafa ekki gefið einkenni eða einkennum sem ekki hafa vakið nægilega eftirtekt til þess að meðferð sé hafin,“ skrifar Ólafur.

Hann segir markvissar skimunaraðferðir verkfæri læknisfræði og lýðheilsufræði með aðstoð tölfræði. „Um þetta er mikil þekking og margþætt reynsla. Að bjóða ómarkvissa heilskimun hljómar í eyrum þeirra sem þessa þekkingu hafa eins og að einhver opnaði hjartaskurðstofu í bílskúrnum hjá sér.“

Ólafur Þór segir einnig: „Skimun snýst ekki bara um líðan og líf heldur líka um kostnað. Það er mikill sparnaður í að greina og hefja meðferð snemma. En það gengur ekki að eyða óendanlega miklu í að finna sjaldgæfa sjúkdóma sem svo engin meðferð er til gegn ennþá.“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs.