Fara í efni
Mannlíf

Skemmtileg heild í fallegu umhverfi

Arnór Bliki Hallmundsson segir í byrjun nýs pistils í þeirri geysivinsælu röð Hús dagsins:

Laugardagskvöldið þann 4. mars árið 2000 var sá sem þetta ritar staddur í Sambyggingunni við Gránufélagsgötu. Erindið var að innheimta áskriftargjald fyrir dagblaðið DV. Sérlega er það minnisstætt, að á augnablikinu sem dyrnar voru opnaðar, hófst lag í útvarpinu, „Hvert er farið blómið blátt“, í flutningi Ellýjar Vilhjálms og Ragnars Bjarnasonar. Lagið var kunnuglegt en það er erlent lag, „Where have all the flowers gone“ á frummálinu og hafði greinarhöfundur setið nokkrar kvöldvökur í skátaútilegum þar sem það var sungið.

Arnór Bliki spyr síðan hvernig í ósköpunum þessar endurminningar hans tengist umfjöllunarefninu og svarar heiðarlega: Í raun ekki nokkurn skapaðan hlut. Og þó ... Í pistlinum fjallar Arnór Bliki um gamla íbúðarhúsið í Garðsvík á Svalbarðsströnd.

Pistillinn – Garðsvík; gamla íbúðarhúsið