Fara í efni
Mannlíf

„Skál fyrir Vésteini“ jólalag ársins á Rás 2?

Andrés Vilhjálmsson höfundur lagsins „Skál fyrir Vésteini“ sem kemur til greina sem sigurvegari í árlegri Jólalagakeppni Rásar 2.

Kosning stendur yfir í árlegri Jólalagakeppni Rásar 2. Eitt þeirra fimm laga sem valin voru til að keppa til úrslita er hið hressa „Skál fyrir Vésteini“ eftir Andrés Vilhjálmsson en textann gerði frændi hans, Ragnar Hólm. Báðir eru þeir Akureyringar í húð og hár; Andrés er markaðsstjóri Kjarnafæðis - Norðlenska og Ragnar sér um upplýsinga- og kynningarmál fyrir Akureyrarbæ.

„Okkur langaði að slá á létta strengi í slagara um gaurinn sem þarf að eyða jólunum án fyrrverandi kærustu sinnar og hugsar nú til hennar og Vésteins sem vermir hennar ból. Hann skálar síðan í malti og appelsíni fyrir stúlkunni, Vésteini og Jésú,“ segir Andrés um nýja lagið sitt. „Þetta er sannarlega öðruvísi jólalag en mér sýnist að enn sem komið er njóti það mestrar hylli hlustenda í kosningunni í appinu og á Rás 2, hvað sem síðar verður því staðan er fljót að breytast,“ segir Andrés.

Um útsetningu sá Kristján Edelstein og Bryndís Ásmundsdóttir syngur bakraddir.

Hægt er að kjósa um besta Jólalagið 2023 í appinu „RÚV Stjörnur“ og einnig á heimasíðunni ruv.is/ras2.

Smellið hér til að sjá allar upplýsingar.

Vert er að benda á að gefa þarf öllum lögunum stjörnu eða stjörnur svo atkvæðið fari í gegn. Síðasti dagur til að kjósa Akureyringana til sigurs er sunnudagurinn 10. desember en úrslit verða kynnt á Rás 2 mánudaginn 11. desember.

Hér er hægt að hlusta á lagið „Skál fyrir Vésteini“