Fara í efni
Mannlíf

Sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin

Heilagasti tími vikunnar voru fimmtudagskvöld. Þau voru frátekin fyrir fullorðna fólkið. Og í mínu tilviki var þeim nokkuð bróðurlega skipt á milli saumaklúbba mömmu og spilakvölda pabba.

Þannig hefst 28. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Sjónvarpslausu dagarnir á Syðri Brekkunni voru nefnilega samverustundir vina og vandamanna. Það var ekkert við að vera í viðtækinu, svo því þá ekki að hitta mann og annan – og taka í spil eða prjóna. Ásamt því náttúrlega að kjafta úr sér obbann úr lungunum. Og geta ekki á heilum sér tekið út af einhverju ekki sens þrugli í næsta nágranna. Snakka snælduna heita.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis