Fara í efni
Mannlíf

Sjómannadagurinn á Akureyri – MYNDIR

Ljósmynd: Hilmar Friðjónsson

Sjómannadagurinn var í gær eins og Akureyri.net greindi ítarlega frá. Að lokinni sjómannamessu í Glerárkirkju í gærmorgun var blómsveigur lagður að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn sem er fyrir utan kirkjuna. Eftir hádegi sigldi síðan eikarbáturinn Húni II úr Sandgerðisbót inn á Poll ásamt nokkrum smábátum og hafnsögubátnum Seifi. Að því loknu var almenningi boðið í siglingu með Húna; alls fóru 280 manns með bátnum í þremur ferðum.

Til stóð að nýjasti dráttarbátur Akureyrarhafnar, Seifur, myndi sprauta heiðursbunu yfir afmælisbarnið en illu heilu bilaði dælan í Seifi svo ekkert varð úr. Bátaflokkur björgunarsveitarinnar Súlna sigldi út í Hrísey á laugardag og í gær hélt hann síðan til Grenivíkur í árlegt sjómannadagskaffi.

Hilmar Friðjónsson, Þorgeir Baldursson og Skapti Hallgrímsson voru á ferð í gær með myndavélar sínar.