Fara í efni
Mannlíf

Sjáðu hvernig Holtahverfi verður

Sjónarhorn að Sjónarhóli og norð-vestur eftir Krossanesbrautinni. Lengst til hægri í fjarska sést í …
Sjónarhorn að Sjónarhóli og norð-vestur eftir Krossanesbrautinni. Lengst til hægri í fjarska sést í bryggjuna við Krossanes.

Fyrstu lóðum í Holtahverfi norður á Akureyri verður hægt að úthluta í sumar, eins og Akureyri.net greindi frá í morgun. Um er að ræða nýtt uppbyggingarsvæði austan Krossanesbrautar, fyrir ofan og norðan smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði tilbúnar til framkvæmda í febrúar á næsta ári.  Hér má sjá myndir úr drögum að tillögu að deiliskipulagi frá því í fyrrahaust. Að neðan eru tenglar í ítarlegar upplýsingar.

UPPFÆRT - myndin af nyrsta hluta hverfisins, sem birtist með upphaflegu fréttinni, er ekki að fullu marktæk lengur vegna breytinga sem urðu í skipulagsferlinu. Hún hefur því verið tekin út. 

Sjónarhorn frá smábátahöfninni og að Undirhlíð og Miðholti. 

Smelltu hér til að sjá mjög góða kynningu draga að deiliskipulagi frá því síðasta haust

Smelltu hér til að horfa á myndbandskynningu á hverfinu