Fara í efni
Mannlíf

Sigurður segir frá skóglausum Kjarna

Kjarnaskógur er eitthvert glæsilegasta útivistarsvæði landsins. Skógurinn er fagur og myndar fallega umgjörð um mannlífið en þannig hefur það ekki alltaf verið. Við landnám hefur verið þar þéttur birkiskógur og ef til vill fleira en svo hvarf skógurinn og þegar Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk umsjón með svæðinu árið 1947 örlaði ekki á trjáplöntum í Kjarnalandi. 

Hvernig leit hinn skóglausi Kjarni út áður en skógrækt hófst þar? Sigurður Arnarson stiklar á stóru í sögu svæðisins í nýjum og stórfróðlegum pistli í röðinni Tré vikunnar. Þar segir hann frá ýmsu sem kemur örugglega mörgum á óvart. Birtar eru myndir sem sýna hve svæðið hefur breyst ótrúlega mikið á síðustu áratugum.
 

Smellið hér til að lesa.