Fara í efni
Mannlíf

Sigmundur: Vinskapur verður ekki til úr engu

Skólataska var yfirlýsing. Hún merkti haust og herðingu vetrarins. En jafnframt hlýju vinskapar og þéttingu hópsins eftir margra mánaða aðskilnað. Því þó að sumarið hefði verið kærkomið, svo til misserinu áður, var farinn að sækja að manni söknuður svo litlu seinna eftir bekkjarfélögunum af Brekkunni sem höfðu dreift sér um dali og sveitir yfir sumarmánuðina, og tekið þar til við að moka út úr kýrhúsum og koma skikki á skarðan heyskapinn.

Þannig hefst 98. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Pistill Sigmundar í dag: Skólataska