Fara í efni
Mannlíf

Setja upp frísskáp – viltu leggja hönd á plóg?

Unnið er að því að kom upp svokölluðum frísskáp við Amtsbókasafnið en áður en hann verður tekinn í notkun þarf að smíða lítið skýli til að verja skápinn fyrir vatni og vindum.

Margar hendur vinna létt verk, eins og þar stendur, og starfsfólk safnsins hefur því blásið til viðburðar frá klukkan 16.00 til 18.00 í dag og hvetur þá sem geta lagt hönd á plóg að aðstoða við smíðina.

„Frísskápur er almenningsísskápur þar sem fólk og fyrirtæki geta skilið eftir matvæli sem þau sjá ekki fram á að nota og hver sem er má taka sér mat úr skápnum sér að kostnaðurlausu. Markmiðið er að sporna gegn matarsóun og byggja upp sterkara samfélag,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir á Amtsbókasafninu.

„Frísskápar er til um víða veröld og nú þegar eru nokkrir slíkir í Reykjavík, fólkið sem stendur að honum hlaut einmitt nafnbótina Reykvíkingar ársins nú fyrir skemmstu,“ segir hún. „Við höfum fengið forláta ísskáp að gjöf en áður en hann verður tekinn í nokun þarf að smíða utan um hann skýli til að verja hann vatni og vindum. Við höfum því blásið til viðburðar og hvetjum fólk til þess að leggja okkur lið við smíðina. Vonandi sjá sér flestir fært um að mæta og aðstoða við þetta skemmtilega samfélagsverkefni.

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar um frísskápahreyfinguna má finna á https://freedge.org/