Fara í efni
Mannlíf

Samsæri, ADHD og fúll, grenjandi jólasveinn

Samsæri, ADHD og fúll, grenjandi jólasveinn

Tónlistarmaðurinn ungi, Birkir Blær Óðinsson hefur slegið í gegn í sænsku Idol söngkeppninni, eins og flestum er kunnugt. Faðir hans, Jón Óðinn Waage, er búsettur í Svíþjóð og hefur vitaskuld fylgst grannt með syninum; hefur ekið um langan veg síðustu föstudaga til að fylgjast með í Idol-stúdóínu.

Jón Óðinn er pistlahöfundur Akureyri.net  og lýsir Idol-degi í pistli sem birtur var í gærkvöldi. Hann fer á æfingu í rauðabítið, þaðan í vinnuna og að henni lokinni tekur við nokkurra klukkutíma ökuferð til Stokkhólms. Stundum kveðst hann aka aftur til baka að þætti loknum.

„Sem sagt mínir föstudagar eru langir, en alltaf góðir,“ segir Ódi. „Nema í gær.“

Hann hafði nefnilega allt á hornum sér frá því í vinnunni um morguninn – alveg þangað til í ljós kom að Birkir Blær kæmist áfram í keppninni.

Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins.