Fara í efni
Mannlíf

Hver er fallegasti jóla-verslunarglugginn?

Akureyrsk börn virða fyrir sér fallegan verslunarglugga, sennilega í verslun KEA við Hafnarstræti, á…
Akureyrsk börn virða fyrir sér fallegan verslunarglugga, sennilega í verslun KEA við Hafnarstræti, á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar. Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri

Akureyrarbær efnir til samkeppni um fallegasta og best skreytta verslunargluggann um jólin á Akureyri og er heiti verkefnisins Jólagluggi Akureyrar 2020.

Bærinn hefur áður haldið keppni af þessu tagi og vill með framtakinu vekja athygli á fjölbreyttu úrvali verslana í bænum og þeim metnaði sem lagður er í gluggaskreytingar.

Íbúar og verslunareigendur eru hvattir til að senda inn tillögur að flottasta útstillingaglugganum með því að birta mynd á Instagram merkta #jólak2020. Frestur til að birta myndir rennur út 19. desember og dómnefnd tilkynnir úrslitin þriðjudaginn 22. desember.