Fara í efni
Mannlíf

Rólegt starf Orra með þeim uppstoppuðu

„Sumurin 1991 og 1992 vann ég sem safnvörður á Náttúrugripasafninu á Akureyri. Það er án nokkurs vafa rólegasta starf sem ég hef gegnt um dagana enda vinnufélagarnir upp til hópa uppstoppaðir og til lítils ama,“ segir Orri Páll Ormarsson blaðamaður í níunda pistli sínum í röðinni ORRABLÓT. Pistlar Orra Páls birtast annað hvern föstudag á Akureyri.net. 

„Mest voru það fuglar sem var smá vesen fyrir mig enda hef ég aldrei haft sérstakan áhuga á þeim ágæta fénaði, nema þá helst furðufuglum, og þekkti á þessum tíma varla hrafn frá spóa.“

Ýmsir koma við sögu í pistli Orra Páls sem fer á kostum sem fyrr.

Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls