Fara í efni
Mannlíf

Reynirjóðrið og fleira fallegt í Vaðlaskógi

Sigurður Arnarson skrifar um Vaðlaskóg, einn af ellefu skógarreitum í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga, í pistlinum Tré vikunnar að þessu sinni.

„Af reitum félagsins er Kjarnaskógur mest sóttur en allir hafa þeir sinn sjarma og við leggjum metnað okkar í að sinna þeim öllum eins og fjárráð og tími leyfa. Allir reitirnir eru afrakstur margra áratuga starfs þar sem framsýni, ósérhlífni og hugsjónir fyrir bættu umhverfi var leiðarstef mikillar sjálfboðavinnu,“ skrifar Sigurður.

Hann segir Skógræktarfélagið vilja að reitirnir séu mismunandi og hver og einn hafi sína sérstöðu.

„Fjölmargir sækja Vaðlaskóg heim til að njóta þar útivistar. Þar er fjölbreyttur skógur með yfir 40 trjátegundum og göngustígum sem eru í nokkuð mismunandi ástandi. Mismunandi stígar gera það að verkum að upplifun af göngu um skóginn er allt önnur en þar sem allir stígar eru vandaðir og góðir. Þarna fær fólk frekar á tilfinninguna að það sé í villtum skógi, þótt trjánum hafi verið plantað. Nú er kominn nýr hjólreiða- og göngustígur sem eykur aðgengið að norðanverðum skóginum.“

Smellið hér til að sjá pistil Sigurðar