Fara í efni
Mannlíf

Rakel: Með Jakobínu í Drekagili og Hælavík

Mynd: Rakel Hinriksdóttir

„Sáputaumur fylgir skúringarmoppunni og minnir helst á brim eða steinvölur við lækjarbakka. Andleg klósettþrif skálavarðarins í Drekagili eru langt komin, og í lokin er skúrað í snyrtihúsinu.“ 

Þannig hefst annar hluti Drekadagbókar Rakelar Hinriksdóttur þetta sumarið. Rakel sinnir nú skálavörslu í Drekagili í nokkra daga eins og fram kom í gær.

„Stundum kýs ég að spreyja og strjúka klósettunum í þögn, en í dag hlusta ég á sögu á meðan ég þríf. Niðri í byggðum stilli ég gjarnan á háværa danstónlist, keyri hjartsláttinn upp í nítíu að lágmarki og reyni að laga til og þrífa klósettið heima hjá mér á eins stuttum tíma og ég mögulega get. En ekki hér. Andleg klósettþrif eru ekki þannig.“

Pistill dagsins: Þokaðu úr lokunni, aðeins andartak