Fara í efni
Mannlíf

Óskalagatónleikarnir – sjáðu lagalistann

Ívar Helgason, Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson.

Árlegir óskalagatónleikar verða í Akureyrarkirkju í kvöld. Tónleikarnir hafa fyrir löngu fest sig rækilega í sessi sem fastur liður í hátíðahöldum vegna verslunarmannahelgarinnar á Akureyri, kirkjan jafnan verið þéttsetin og gleðin við völd.

Söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason munu syngja óskalög tónleikagesta og Eyþór Ingi Jónsson spilar með á píanó og Hammond orgel. Tónleikagestir velja lögin af löngum lista sem liggur frammi í kirkjunni.

„Óskar og Eyþór hafa haldið þessa tónleika frá árinu 2010 en undanfarið hefur fjöllistamaðurinn og söngvarinn frábæri Ívar Helgason verið með,“ segir í tilkynningu. „Að venju verður stutt í grín og glens hjá þeim félögum,“ segir þar jafnframt og þeir sem sótt hafa tónleikana vita að þar er ekkert ofsagt.

Vert er að geta þess að leynigestur kemur fram með þremenningum í kvöld – reyndar svo mikill leynigestur að nafn hans hefur þegar verið tilkynnt! Þar er á ferðinni Akureyringurinn Birkir Blær, sem sló í gegn þegar hann sigraði sænsku Idol söngkeppninni í árslok 2021. 

Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.15, miðaverð er 4.000 kr. og miðar aðeins seldir við innganginn.

Akureyri.net fékk leyfi hjá tónlistarmönnunum til að birta lagalista kvöldsins svo fólk geti velt því fyrir sér í rólegheitum heima hvaða lög það langar mest til að heyra.

Listinn var fyrst birtur í morgun en er hér í endanlegri útgáfu, töluvert lengri en upphaflega!

 1. Að morgni
 2. Ain’t no sunshine
 3. Afgan
 4. Aldrei einn á ferð
 5. Alparós
 6. Allt mitt líf
 7. Amazing Grace
 8. Amigos Para Siempre
 9. Augun þín
 10. Augun þín blá
 11. Á heimleið (Lýsa geislar…)
 12. Á hörpunnar óma
 13. Á minn hátt (My way)
 14. Ást
 15. Ást, ást, ást
 16. Ást við fyrstu sýn
 17. Ástin á sér stað
 18. Átján rauðar rósir
 19. Barn
 20. Bíddu pabbi
 21. Bíllinn minn og ég
 22. Blátt lítið blóm eitt er
 23. Bláu augun þín
 24. Blíðasti blær
 25. Blærinn í laufi
 26. Braggablús
 27. Brú yfir boðaföllin
 28. Caprí Catarína
 29. A Change is gonna come
 30. Core ‘Ngrato
 31. Dagný
 32. Dalakofinn
 33. Dans gleðinnar
 34. Draumalandið
 35. Dvel ég í draumahöll
 36. Ef þú ert mér hjá
 37. Eina nótt (Láttu mjúkra…)
 38. Einbúinn
 39. Einsi kaldi úr Eyjunum
 40. Einu sinni á ágústkvöldi
 41. Enn syngur vornóttin
 42. Erla, góða Erla
 43. Esjan
 44. Ég elska þig enn
 45. Ég er á leiðinni
 46. Ég er kominn heim
 47. Ég fer í nótt
 48. Ég leitaði blárra blóma
 49. Ég lít í anda liðna tíð
 50. Ég minnist þín (Danny boy)
 51. Ég sé Akureyri
 52. Ég sé þig
 53. Ég syng þennan söng
 54. Ég vaki yfir þér (Caruso)
 55. Ég veit þú kemur
 56. Ég vil fá mér kærustu
 57. Fiskurinn hennar Stínu
 58. Fjöllin hafa vakað
 59. Fram í heiðanna ró
 60. Feeling good
 61. Frostrósir
 62. Fröken Reykjavík
 63. Fyrir átta árum
 64. Garún
 65. Glaðasti hundur í heimi
 66. Glugginn
 67. Góða ferð
 68. Góða nótt
 69. Gras
 70. Gömul spor
 71. Hafið lokkar og laðar
 72. Hagavagninn
 73. Hallelujah
 74. Hamraborgin
 75. Have you ever seen the rain
 76. Heim í Búðardal
 77. Heyr mína bæn
 78. Heyr mitt ljúfasta lag
 79. Hlíðin mín fríða
 80. Hótel jörð
 81. Húmar að kvöldi
 82. Hún hring minn ber
 83. Hvað með það
 84. Hvert örstutt spor
 85. It’s a man’s world
 86. Í blómabrekkunni
 87. Í fjarlægð
 88. Í rökkurró
 89. Í síðasta skipti
 90. Í sól og sumaryl
 91. Ísland er land þitt
 92. Kannski er ástin
 93. Kom, vornótt og syng
 94. Kvæðið um fuglana
 95. Kveðja (Bubbi)
 96. Kveðja heimanað
 97. Kveðjustund
 98. Kvöld í Moskvu
 99. Kvöldið er fagurt
 100. Kvöldsigling
 101. Kærleikur og tími
 102. La donna e mobile
 103. Leiðin okkar allra
 104. Liljan
 105. Lindin
 106. Litla flugan
 107. Líttu sérhvert sólarlag
 108. Ljósið á kertinu lifir
 109. Loksins ég fann þig
 110. Love me tender
 111. Mærin frá Mexíkó
 112. Maístjarnan
 113. Mamma (Björgvin Þ)
 114. Manstu ekki eftir mér
 115. María Ísabel
 116. Með bæninni kemur ljósið
 117. Með þér
 118. Megi gæfan þig geyma
 119. Memories (Maroon 5)
 120. Minning (Bó/Mugison)
 121. Minning um mann
 122. Minning þín
 123. Móðurást
 124. My way
 125. Næturljóð úr Fjörðum
 126. Nína
 127. Nocturne (Hjúfra þig nær)
 128. Nótt
 129. Nú andar suðrið
 130. Nú sefur jörðin
 131. O sole mio
 132. Ort í sandinn
 133. Ó, borg, mín borg
 134. Ó, pabbi minn
 135. Ó, þú
 136. Óbyggðirnar kalla
 137. Ólýsanleg
 138. Ramóna
 139. Reyndu aftur
 140. Rósin
 141. Sem lindin tær
 142. Sestu hérna hjá mér
 143. Sigling
 144. Sigling inn Eyjafjörð
 145. Siglt í norður
 146. Silfrað hár
 147. Síldarvalsinn
 148. Sjá, dagar koma
 149. Sjómannavalsinn
 150. Skýið
 151. Smaladrengurinn
 152. Slá í gegn
 153. Sofðu (Schubert)
 154. Sofðu rótt (Brahms)
 155. Spönsku augun
 156. Sprettur
 157. Stingum af
 158. Stolt siglir fleyið mitt
 159. Suður um höfin
 160. Sumar er í sveitum
 161. Svarfaðardalur
 162. Svefnljóð
 163. Söknuður
 164. Söngur dýranna í Týrol
 165. Til eru fræ
 166. Time to say goodbye
 167. Tondeleyó
 168. Traustur vinur
 169. Tunglskinsdansinn
 170. Tvær stjörnur
 171. Týnda kynslóðin
 172. Umvafinn englum
 173. Undir bláhimni
 174. Undir Dalanna sól
 175. Vegbúinn
 176. Vegir liggja til allra átta
 177. Vetrarsól
 178. Við eigum samleið
 179. Við gengum tvö
 180. Vikivaki
 181. Viltu með mér vaka í nótt
 182. Vor í Vaglaskógi
 183. Vorkvöld í Reykjavík
 184. Yndislegt líf
 185. Það er svo margt
 186. Það geta ekki allir verið gordjöss
 187. Þannig týnist tíminn
 188. Þitt fyrsta bros
 189. Þórður
 190. Þótt þú langförull legðir
 191. Þrek og tár
 192. Þú átt mig ein
 193. Þú eina hjartans yndið mitt
 194. Þú ert yndið mitt yngsta…
 195. Þú gætir mín
 196. Þú komst í hlaðið
 197. Þú styrkir mig
 198. Ætti ég hörpu
 199. Ökuljóð
 200. Ömmubæn