Fara í efni
Mannlíf

Orri Páll: Þegar Þorpið kom suður

„Velkominn í Þorpið,“ syngja þeir einum rómi, þegar ég kem mér fyrir beint fyrir aftan þá á Þróttarvellinum í Laugardalnum. Magnaðir þessir Mjölnismenn; lagvissir, lífsglaðir og Þórsarar inn að beini. Týpurnar sem deyja fyrir klúbbinn.“

Orri Páll Ormarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er staddur í nútímanum – aldrei þessu vant – í Orrablóti dagsins. Hann brá sér á völlinn um síðustu helgi þegar Þórsarar tryggðu sér sæti í Bestu deildinni á ný eftir liðlega áratug í næst neðstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Orri kann Mjölnismönnum „alúðarþakkir fyrir að taka mitt gamla hverfi með sér suður yfir heiðar. Hverfið sem ég ólst upp í, mótaði mig og gerði mig þeim manni sem ég er í dag. Svo við gerumst nú bara svolítið dramatísk. Þetta er þannig staður, þannig stund.“

Orrablót dagsins: Þegar Þorpið kom suður