Fara í efni
Mannlíf

ORRABLÓT I – 33,3% kennara hétu Ormarr

Ormarr Örlygsson knattspyrnumaður í KA og fyrrverandi kennari við Þelamerkurskóla - og Orri Páll Ormarsson fyrrverandi nemandi Ormars og nú blaðamaður á Morgunblaðinu.

„Þegar ég var við nám í Þelamerkurskóla veturinn 1982-83 hétu 33,3% kennara Ormarr – sem hlýtur að vera Íslandsmet, jafnvel heimsmet. Menn heita almennt ekki Ormarr í öðrum löndum. Þeir voru sumsé tveir, Ormarr Snæbjörnsson og Ormarr Örlygsson.“

Þannig hefst fyrsti pistill Orra Páls Ormarssonar fyrir Akureyri.net. Pistlar hans – ORRABLÓT – eru meðal nýjunga sem kynntar eru í tilefni þess að þrjú ár voru í vikunni síðan fjölmiðillinn var endurvakinn af núverandi eigendum. Orri Páll er blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur einkum glatt lesendur Sunnudagsblaðsins undanfarin ár með stórskemmtilegum og vönduðum skrifum.

Smellið hér til að lesa fyrsta pistil Orra Páls

Meira hér um nýjungar á Akureyri.net