Fara í efni
Mannlíf

Ókeypis föndurdagatal á netinu fyrir krakka

Bryndís Óskarsdóttir er hugmyndarík og drífur í hlutunum! Ljósmynd: Elísa Hansen.
Bryndís Óskarsdóttir er hugmyndarík og drífur í hlutunum! Ljósmynd: Elísa Hansen.

Bryndís Óskarsdóttir, sem rekur ferðaþjónustu í Skjaldarvík auk þess að bjóða upp á margvísleg námskeið, er hugmyndrík og fellur illa að hafa ekkert fyrir stafni.

Þegar öllu var skellt í lás í aðdraganda páskanna, vegna kórónuveirunnar, ákvað hún að eitthvað yrði til bragðs að taka til að hressa fólk við. Ekki þýddi að sitja með hendur í skauti, kvartandi og kveinandi. „Þegar ljóst varð að það yrðu engir gestir hjá mér um páskana eins og stóð til, fékk ég hugmynd sem ég er núna að framkvæma; það er 10 daga föndurdagatal fyrir krakka, auðvitað bara á netinu, til að hjálpa foreldrum og börnum að virkja sköpunarkraftinn og efla umhverfisvitund, en ekki síður til þess að búa til gæðastundir, nánd og skapa skemmtilegar umræður,“ segir Dísa við Akureyri.net.

Vert er að geta þess að námskeiðið er ókeypis. „Ég vonast til þess að geta stytt sem flestum stundir á næstunni með þessu,“ segir hún.

Smellið hér til að skoða heimasíðu Dísu – þar er m.a. hægt að sjá allt um föndurdagatalið.