Fara í efni
Mannlíf

Hátíðarmessa sýnd á N4 klukkan 13 í dag

Grundarkirkja í Eyjafjarðarsveit. Ljósmynd: Sigurður Ægisson.
Grundarkirkja í Eyjafjarðarsveit. Ljósmynd: Sigurður Ægisson.

Hátíðarguðsþjónustu Þjóðkirkjunnar á Norðausturlandi verður sjónvarpað á N4 í dag, jóladag, og hefst klukkan 13:00.

Fjölmargir prestar og kirkjukórar í prófastsdæminu sameinast um að færa landsmönnum hátíðlega jólamessu, beint heim í stofu.

Umgjörð guðsþjónustunnar er í Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit en sálmar voru teknir upp í nokkrum kirkjum á svæðinu.

Vefur N4