Fara í efni
Mannlíf

Nespresso opnar verslun á Glerártorgi í nóvember

Nespresso verslun verður opnuð á Glerártorgi í nóvember. Fyrir eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, einnig býður Nespresso upp á netverslun og fyrirtækjaþjónusta. „Með opnun Nespresso verslunar á Akureyri er hægt að þjónusta einstaklinga og fyrirtæki á norðurlandi og bæta aðgengi enn betur. Formlegur opnunardagur verður auglýstur síðar en horft er til fyrri hluta nóvember,“ segir í tilkynningu.

Um Nespresso

„Saga Nespresso byrjaði á einfaldri en byltingakenndri hugmynd sem var sú að gera öllum kleift að búa til fullkominn espresso líkt og þjálfaður kaffibarþjónn,“ segir í tilkynningunni.

„Nespresso leitast við að bjóða kaffiunnendum allsstaðar í heiminum upp á fullkomna upplifun þegar kemur að kaffi en vörumerkið stendur fyrir gæði og nýsköpun. Nespresso byggir metnað sinn á að bjóða hágæða kaffi og kaffivélar sem eru einfaldar og þægilegar í notkun, ásamt aukahlutum og sérsniðna þjónustu.

Nespresso er leiðandi á markaði í framleiðslu á hágæða kaffi í hylkjum, sem gert er úr besta mögulega hráefni. Álið í hylkjunum er 100% endurvinnanlegt og allstaðar þar sem viðskiptavinir Nespresso á Íslandi kaupa eða fá afhent kaffi er hægt að skila notuðum hylkjum til endurvinnslu.

Nespresso er með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss og starfar í 70 löndum, rekur yfir 800 verslanir með um 13.900 starfsmönnum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nespresso: www.nestle-nespresso.com.“