Nenna foreldrar ekki að sjá um uppeldið?

„Íslenskir foreldrar eru svo gjörsamlega steiktir að þeir ætlast til að skólinn kenni börnunum þeirra að reima skóna, þvo sér um hendurnar, tala íslensku, öðlast kynvitund, siðvit, fjármálalæsi og umhverfisþekkingu, tileinka sér kurteisi og mannasiði, læra umferðarreglur, greina mun á réttu og röngu, öðlast samkennd, sjóða hafragraut, tjá sig, skeina sér, passa sig á fíkniefnum, dónaköllum og veðmálasíðum og bara nefndu það... “
Þannig hefst 12. og síðasti pistill Stefáns Þór Sæmundssonar í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.
Hér var Aðalsteinn vinur minn Öfgar gjörsamlega að fara á límingunni. Ég hafði gert þau mistök að bera það undir hann hvað ég ætti að fjalla um í síðasta pistli mínum um þjóð vora. Þá varð fjandinn laus og hann gjörsamlega tætti í sig nútímaforeldrið ...
Pistill Stefáns: Við nennum ekki þessu uppeldi