Fara í efni
Mannlíf

Náttúrubarnið Þór – MYNDBAND

Skjáskot úr myndbandi Gísla Sigurgeirssonar

Þór Sigurðsson, offsetljósmyndari, söngvari, hestamaður og safnvörður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag.

Nokkrar minningargreinar birtast um Þór á Akureyri.net í dag, m.a. eftir Gísla Sigurgeirsson, vin hans og jafnaldra. Gísli birti í gær fallegt myndband á Facebook síðu sinni til minningar um Þór, og veitti góðfúslegt leyfi til þess að myndbandið yrði birt hér.

Gísli skrifaði á Facebook í gær:

Í dag er afmælisdagur Þórs vinar míns og skólabróður Sigurðarsonar. Hann lést 21. maí og verður kvaddur frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 10. júní. Þór var drengur góður með snoturt hjartalag og einstaklega ræktarsamur við vini og ættingja. Hann var náttúrubarn, sem helst vildi vera hlaupandi berfættur um lendur Sellands daginn langan, gjarnan með gæðinga sína innan seilingar. Ég setti saman lítið myndband í minningu hans, þar sem hann syngur nokkur lög sem ég veit að voru honum kær. Ég átti líka sumarmyndir frá Sellandi, þar sem kappinn ríður út með sonum sínum og sonarsonum.

Smellið hér til að horfa á myndbandið