Fara í efni
Mannlíf

Natan syngur í kvöld - hér er sýnishorn

Natan Dagur Benediktsson, til hægri, og Mads Sølnes, sem heyja einvígi í kvöld. Ljósmynd/The Voice
Natan Dagur Benediktsson, til hægri, og Mads Sølnes, sem heyja einvígi í kvöld. Ljósmynd/The Voice

Natan Dagur Benediktsson stígur á svið í þriðja skipti í kvöld í The Voice söngkeppninni sem sýnd er á sjónvarpsstöðinni TV2 í Noregi. Að þessu sinni er hann í 32 manna úrslitum þannig að í kvöld kemur í ljós hvort Natan Dagur kemst í 16 manna úrslit og beina útsendingu. Frá og með næsta föstudegi hefjast beinar útsendingar The Voice og þar með kosning sjónvarpsáhorfenda. Hingað til hafa þjálfarar söngvaranna valið þá sem komast áfram.

Í kvöld syngja tveir keppendur sitthvort lagið og að því loknu velur þjálfarinn annan hvorn þeirra áfram í keppninni. Að þessu sinni syngur Natan Dagur lagið Stay með Rihönnu en keppinauturinn, Mads Sølnes, sem syngur lagið Watermelon sugar með Harry Styles.

Útsending þáttarins í kvöld hefst klukkan 20.00 í Noregi – 18.00 að íslenskum tíma.

TV2 birti fyrr í dag sýnishorn af söng þeirra beggja. Smellið hér til horfa og hlusta.

Gífurlegar vinsældir

Eins og lesendum Akureyri.net er kunnugt sló Natan í gegn í fyrstu umferð keppninnar, blindprufunum; söngurinn var svo fallegur að Natan grætti einn dómaranna! Flutningur hans á laginu hefur haldið áfram að vekja athygli; upptakan hefur verið spiluð í rúmlega 1,2 milljón skipti á youtube. Aðeins tvær upptökur úr norsku útgáfu The Voice hafa fengið fleiri spilanir og hafa báðar verið aðgengilegar á vefnum hátt í tvö ár. 

  • Smellið hér til að hlýða á flutning Natans á Bruises í blindprufunni

Hlustað hefur verið á flutning Natans á laginu meira en 500.000 sinnum á Spotify, og frammistaðan talin ein þeirra 10 bestu í blindprufu The Voice í heiminum til þessa í ár! Smellið hér til að sjá sýnishorn af þessum 10 söngvurum. Natan er sá áttundi í myndbandinu.

Flutningur Natans og söngkonunnar Alexu á Take Me To Church í einvígi síðustu umferðar hefur verið spilaður liðlega 120 þúsund sinnum á youtube.

  • Smellið hér til að hlýða á Take Me To Church