Fara í efni
Mannlíf

Natan syngur Kodaline lagið All I Want

Natan Dagur Benediktsson á æfingu fyrir The Voice í vikunni.
Natan Dagur Benediktsson á æfingu fyrir The Voice í vikunni.

Natan Dagur Benediktsson syngur lagið All I Want í næsta þætti af norsku útgáfu The Voice söngkeppninnar. Þátturinn verður í beinni útsendingu á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 á föstudagskvöldið klukkan 18.00 að íslenskum tíma og geta Íslendingar kosið sem fyrr. Sex söngvarar eru enn í keppninni en tveir detta út á föstudaginn.

Írska hljómsveitin Kodaline gaf lagið All I Want út árið 2013, á plötunni In A Perfect World.