Fara í efni
Mannlíf

Natan kominn í átta manna úrslit Voice

Natan kominn í átta manna úrslit Voice

Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í næstu umferð norsku The Voice söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV 2.  Það kom í ljós rétt í þessu en keppnin er nú í fyrsta skipti í beinni útsendingu. Natan Dagur er því kominn í átta manna úrslit.

Natan Dagur söng í kvöld lagið Vor í Vaglaskógi, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng svo eftirminnilega með hljómsveit Ingimars Eydal á sínum tíma og hljómsveitin Kaleo gerði vinsælt aftur í nýrri útsetningu fyrir nokkrum árum.