Fara í efni
Mannlíf

Natan Dagur komst í 16 manna úrslitin

Natan syngur Stay í útsendingu TV2 í Noregi í kvöld. Ljósmynd: The Voice.
Natan syngur Stay í útsendingu TV2 í Noregi í kvöld. Ljósmynd: The Voice.

Natan Dagur Benediktsson komst áfram í 16-manna úrslit í The Voice söngkeppninni sem sýnd er á sjónvarpsstöðinni TV2 í Noregi í kvöld. Þátturinn stendur yfir en búið er að sýna atriðið með Degi.

Tveir keppendur, sem söngkonan og lagahöfundurinn Ina Wroldsen þjálfaði, háðu einvígi; Natur Dagur söng lagið Stay, sem þekkt er með söngkonunni Rihönnu, og keppinauturinn, Mads Sølnes, flutti Watermelon sugar sem Harry Styles flutti.

Báðir sungu geysilega vel. Wroldsen hafði því úr tveimur afbragðs kostum að velja – og valdi rétt!

Meira síðar í kvöld