Fara í efni
Mannlíf

Natan Dagur í fjögurra manna úrslit!

Natan Dagur í fjögurra manna úrslit!

Natan Dagur Benediktsson söng sig rétt í þessu inn í fjögurra manna úrslit norsku The Voice söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV2. Hann söng lagið All I Want sem írska hljómsveitin Kodaline gaf út árið 2013 á plötunni In A Perfect World. Sex söngvarar kepptu í kvöld og tveir heltust úr lestinni.

Lokaþátturinn, fjögurra manna úrslitin, verða næsta föstudag. Allir fjórir söngvararnir flytja þá eitt lag, að því loknu verður kosið og tveir stigahæstu flytja síðan sitt hvort lagið í viðbót. Aftur verður kosið og þá kemur í ljós hver verður sigurvegari The Voice í Noregi í ár.