Fara í efni
Mannlíf

Mjög sannfærandi hjá KA/Þór í Mosfellsbæ

Sunna Guðrún Pétursdóttir, til vinstri, var maður leiksins í Mosfellsbæ. Hér eru þær Aldís Ásta Heimisdóttir, sem gerði fjögur mörk í dag, þegar KA/Þór kom heim sem Íslandsmeistari í fyrravor. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handbolta unnu afar auðveldan sigur í dag, 34:24, á botnliði Aftureldingar í Mosfellsbæ í Olís deild Íslandsmótsins.  Staðan var 19:11 í hálfleik.

KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig, Valur er með 16 og Fram langefst með 21. Afturelding er enn án stiga.

Mörk KA/Þórs í dag: Unnur Ómarsdóttir 7, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Martha Hermannsdóttir 2, Sunna Guðrún Pétursdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Júlía Sóley Björnsdóttir 1 og Sunna Karen Hreinsdóttir 1.

Sunna Guðrún Pétursdóttir, markvörður KA/Þórs, var besti maður vallarins skv. tölfræði HBStatz. Sunna Guðrún varði 11 skot, þar af 2 víti, og skoraði að auki eitt mark.