Fara í efni
Mannlíf

Mikill ávinningur er af daglegri hreyfingu

„Fjölmargir heilsufarsþættir njóta góðs af því ef einstaklingur stundar daglega hreyfingu. Að ganga að minnsta kosti 30 mínútur á dag, fimm daga vikunnar, getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á ýmsa heilsufarsþætti.“

Þannig hefst annar pistill Janusar Guðlaugssonar, doktors í íþrótta- og heilsufræðum, sem birtist á Akureyri.net í dag. Akureyri.net mun birta pistla Janusar reglulega næstu mánuði.

Janus, sem er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu (og landsliðsmaður bæði í knattspyrnu og handknattleik), starfrækir fyrirtækið Janus heilsuefling sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri en starfið byggist á niðurstöðum doktorsrannsóknar hans. „Markmið verkefnisins er að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur,“ segir Janus.

Smellið hér til að lesa pistil Janusar.