Fara í efni
Mannlíf

Mikil lotning fyrir „nýjum íslenskum“

Ef lambalærinu og soðningunni sleppti voru mestar mætur á kartöflum á mínu heimili, altso nýjum íslenskum, en litlu neðar á þeim lista voru raunar radísur og rófur – og jafnvel gulrætur ef sumarið hafði verið með sem mestum ágætum.

Þannig hefst 25. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Sigmundur heldur áfram:

En af rótarávöxtunum, eins og þeir hétu að hætti roskinna, var mesta lotningin borin fyrir kartöflum. Þar var kominn æðsti dómur haustsins. Tíðin var mæld í uppskerunni. En ef hún var góð og þaðan af betri, voru allir á vetur setjandi.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis