Fara í efni
Mannlíf

Mikið jólaorkustuð í Lystigarðinum

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Fjölbreytt dagskrá var í Lystigarðinum síðdegis á þriðjudaginn var þegar Orkusalan og fleiri buðu upp á fjölskylduviðburðinn JólaStuð

„Við erum styrktaraðilar Vetrarhlaupaseríu LYST með Ungmennafélagi Akureyrar og höfum séð að það er ekkert eðlilega mikið stuð á Akureyri og miklir möguleikar í Lystigarðinum. Við vildum gera eitthvað meira og úr varð JólaStuð í Lystigarðinum,“ sagði Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir hjá Orkusölunni. „Við viljum auðvitað líka gefa af okkur til samfélagsins á Akureyri en nýlega hefur fjöldi Akureyringa komið í viðskipti til Orkusölunnar þegar Fallorka hætti sölu á rafmagni.“

Jólabasar var á LYST, Lúðrasveit Akureyrar lék og Páll Óskar söng nokkur lög auk þess sem hressir jólasveinar mættu glaðbeittir í garðinn, sungu með börnunum og gáfu síðan ýmiskonar góðgæti að því loknu. Auk þess var heitt kakó, kaffi og smákökur í boði Orkusölunnar og LYST fyrir gesti og gangandi.

Reynir Gretarsson vert á LYST og Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir hjá Orkusölunni.