Fara í efni
Mannlíf

Miðbæjarskipulagið kynnt síðdegis í dag

Miðbæjarskipulagið kynnt síðdegis í dag

Tillögur að framtíðaruppbyggingu í miðbæ Akureyrar verða kynntar á streymisfundi í dag klukkan 17. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á fundinum og hvetja fólk til þess að taka þátt. Mikil umræða hefur verið um málefni miðbæjarins síðastliðinn hálfan annan áratug, allt frá því fram fór fjölmennt íbúaþing og í kjölfarið haldin stór, alþjóðleg samkeppni um uppbyggingu svæðisins.

Breytingar sem nú verða lagðar til eru í samræmi við niðurstöður pólitísks stýrihóps sem komið var á fót í upphafi líðand kjörtímabils. Stefnt er að því að hægt verði að hefja uppbyggingu á hluta svæðisins hið fyrsta, en tillögurnar eru settar fram sem drög að breytingu á deiliskipulagi.

Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Akureyrarbæjar þannig að hver sem er getur fylgst með. Sagt verður frá skipulagsvinnunni og ferlinu framundan, tillögurnar kynntar ítarlega og spurningum svarað. Íbúar og aðrir áhugasamir geta spurt spurninga jafn óðum með því að skrifa í athugasemdir - Comment - og verður þeim svarað í lok fundarins.