Fara í efni
Mannlíf

Mér þótti alltaf sá signi lystugastur

„Í endurminningunni er alltaf fiskur í matinn þegar skotist var heim í hádegismat, en þá var hann ýmist bakaður, hertur, reyktur, saltaður, siginn, eða bara soðinn þverskorinn, en stundum líka á pönnu, ef það var til nógu mikil glás af sméri á heimilinu.“

Þannig hefst 18. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

„Mér þótti alltaf sá signi lystugastur, eða eins og amma í Gilsbakkavegi var vön að kalla það upp á danska vísu, dæmalaust hvað hann væri delikat, en þá var kosturinn líka sá að yfrin öll af hamsatólg fylgdi með, svo ekki mátti á milli sjá hvort meira var af fiski eða floti á diskinum.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis.