Fara í efni
Mannlíf

„Meira svín!“ æpti dóttirin kámug ...

„Meira svín!“ æpti dóttirin kámug ...

„Góði besti, geturðu ekki þurrkað þér um munninn?“ hváði konan og tróð akfeitum svínakjötsbita upp í gímaldið með berum höndum.

„Þér ferst að tala,“ sagði ég og sleikti út um, með lýsisbrák upp á olnboga.

„Meira svín!“ æpti dóttirin kámug upp fyrir haus.

_ _ _ _

Stefán Þór Sæmundsson, kennari og rithöfundur, ritar pistil dagsins. Þar er á ferðinni kafli úr ófullgerðri skáldsögu sem kallast Þröskuldur – Þrítugur 3/3 og er væntanlegt lokabindi í akureyrskum þríleik. Hinar bækurnar eru fáanlegar í Pennanum og hjá höfundi og heita þær Þrítugur 1/3 og Þremillinn – Þrítugur 2/3.

„Grunnurinn að þessum skáldsögum er sóttur ríflega þrjátíu ár aftur í tímann og sögutíminn er að mestu leyti þrjátíu ár, í kringum 1977-2007. Að hluta til er skáldsagan byggð upp í kringum pistla sem höfundur skrifaði í dagblaðið Dag um og fyrir 1990,“ segir Stefán Þór. 

„Birting þessa brots er framlag mitt til að krydda tilveruna fyrir jólin. Spurning hvort andi jólanna hafi nokkuð breyst á þrjátíu árum. Ég óska mönnum og músum, svínum og hrossum og jafnvel hundum og köttum fengsællar aðventu og kræsilegra jóla.“

Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs.