Fara í efni
Mannlíf

Matarsmakk frá ýmsum löndum á bókasafninu

Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni býður fólki að smakka mat frá ýmsum löndum á viðburði sem haldinn verður á Amtsbókasafninu frá klukkan 13.00 til 15.00 í dag. Markmið viðburðarins er að kynna mismunandi matarmenningu og efla tengsl milli allra íbúa bæjarins. Þetta er í sjötta skiptið sem Alþjóðlegt eldhús er haldið á Akureyri og í ár verða bornir fram réttir frá u.þ.b. 15 löndum.

Aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum. Dagskráin er í boði Amtsbókasafnsins á Akureyri, Norðurorku, Papco og Studio Vast.