Fara í efni
Mannlíf

Magnað myndskeið frá Akureyri árið 1950

Í pistli Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins, sem birtist á Akureyri.net í morgun kemur hús Alberts Jónssonar, Stóruvellir, við sögu. Húsið var reist árið 1902 og stóð nokkurn veginn þar sem nú er anddyri Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju.

Albert nefndi húsið eftir bernskuheimili sínu, Stóruvöllum í Bárðardal. Húsið var rifið upp úr miðri 20. öld, þegar kirkjulóðin var skipulögð. 

Arnór Bliki birtir í pistlinum hlekk á stórmerkilegt myndskeið af Akureyri sumarið 1950, þar sem Stóruvellir sjást vel, ásamt hluta miðbæjarins og nokkur augnablik úr Lystigarðinum. Myndskeiðið er að finna á vef Kvikmyndasafns Íslands og er ástæða til þess að vekja sérstaka athygli á því.

Smellið hér til að sjá myndskeiðið.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.

Stóruvellir, hús Alberts Jónssonar, eru í rauða hringnum.