Fara í efni
Mannlíf

Loks siglir inn fjörðinn framtíðin sjálf

Loks siglir inn fjörðinn framtíðin sjálf

Andartak
og árið leysir festar
siglir burt
með farminn sinn.
Stöndum á bryggju
veifum
grátum
vörpum öndinni léttar,
loks siglir inn fjörðinn framtíðin sjálf
með engan farm
nema, jú
eitt
andartak

Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir er prestur í Akureyrarkirkju og pistlahöfundur á Akureyri.net.