Fara í efni
Mannlíf

Ljós og skuggi – tvær hliðar á sömu tilveru

„Það að fylgjast með 21. desember koma og fara er eins og að velta þungum steini yfir háa hæð. Vetrarsólstöður ber upp á þennan dag og hann er eins og hver annar dagur, fyrir utan það að í dag byrjar ferðalag birtunnar til okkar aftur. Héðan af, mun sólin faðma okkur örlítið lengur með hverjum deginum sem líður.“

Þannig hefst áhrifamikill pistill Rakel Hinriksdóttur sem birtist á Akureyri.net í kvöld.

Hún segir meðal annars: „Ljós og skuggi eru tvær hliðar á sömu tilveru. Jafnvægið þarna á milli er viðkvæmt og þess vegna getur svartasta skammdegið verið þungur róður. Þessir örfáu ljósgeislar sem við njótum um miðjan daginn eru eins og vatnsdropar. Sem ná rétt svo að minna okkur á það hvað við erum ótrúlega þyrst.“

Rakel segir einnig: „Það færðist skuggi yfir andlit sex ára sonar míns um daginn. Sjaldséður skuggi. Við vorum að horfa á fréttatímann, þar sem örugg og falleg kona tilkynnti okkur að tala látinna í Gaza væri komin upp í tíu þúsund og þar af fjögur þúsund börn. Fréttinni fylgdu gráar og rykugar myndir af rústum í fjarlægu landi. Angistarfullu fólki. Grátandi börnum. Ég velti því fyrir mér hvort að hann áttaði sig á því að myndirnar sýndu sama heim og hann býr í.“

Smellið hér til að lesa pistil Rakelar