Fara í efni
Mannlíf

Listagilið klætt í sumarskrúðann

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Tvær gangbrautir voru málaðar með óhefðbundnum hætti í Listagilinu í gær, í tilefni Listasumars. Það eru fulltrúar frá Kaktus, Gilfélaginu, RÖSK og Myndlistarfélaginu sem sjá um hönnun og framkvæmd.

Stærstur hluti Listagilsins var því lokaður fyrir bílaumferð í gær og verður aftur í dag frá klukkan 8.00. Eins og sjá má vinstra megin hefur gangstéttin við Listasafnið líka verið máluð og það skrautlega.