Fara í efni
Mannlíf

Laxamýri – Glæst og tilkomumikið hús

„Í byrjun árs 1906 birtust í Akureyrarblöðunum þær fréttir að Sigurjón Jóhannesson bóndi á Laxamýri í Reykjahverfi, S-Þingeyjarsýslu hyggðist flytja til Akureyrar á hinu nýja ári. Hafði hann búið stórbúskap á þeirri kostajörð í meira en 40 ár, síðustu 14 árin í félagsbúi með sonum sínum, Agli og Jóhannesi, en hugðist nú flytja í kaupstaðinn á efri árum, en hann var orðinn 73 ára.“

Þannig hefst nýr pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins.

Annar sonur Sigurjóns, Lúðvík, átti heima að Strandgötu 19 og fékk Sigurjón keypta lóð af Gránufélaginu á bakvið hús Lúðvíks. „Kannski hafa einhverjir haldið, að Sigurjón myndi reisa sér lítið og lágreist smáhýsi í bakgarði sonar síns. En það var aldeilis öðru nær; hús Sigurjón var umtalsvert stærra og veglegra og gnæfði yfir framhúsin nr. 17 og 19 og er enn þann dag í dag eitt af tilkomumestu húsum sunnanverðrar Oddeyrar,“ segir Arnór Bliki.

„Strandgata 19b, Laxamýri, er eitt af glæstustu og tilkomumestu húsum Oddeyrar og setur skemmtilegan svip á umhverfi sitt enda þótt það standi ekki fremst við götu. Það er eitt nokkurra stórglæstra og skrautlegra sveitserhúsa bæjarins og er í afbragðs góðri hirðu.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.