Fara í efni
Mannlíf

Lausnin 7 – Finnur ljóðmælandinn lausn?

Sjöundi og síðasti pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar í þeirri mögnuðu röð, Lausnin 7x7 birtist í dag. „Í gær var allt á leiðinni til andskotans en þó örlaði á löngun ljóðmælandans til að komast út úr ógöngunum. Núna í sjöunda og síðasta hluta ljóðabálksins sjáum við hvort hann finnur einhverja lausn,“ segir Stefán Þór í hugleiðingum í upphafi pistilsins.

„Ljóðmælandinn er orðinn tvístígandi. Hann er farinn að vísa í óminni og sektarkennd sem fylgir gjarnan mikilli drykkju,“ heldur Stefán áfram. „Hann vísar í speki Hávamála um óminnishegrann, gleymskufuglinn, sem rænir þá vitinu sem sitja of lengi að sumbli. Merkilegt hvernig þetta var ort inn í anda víkingaaldar fyrir meira en þúsund árum. Þessi óþekkti og framsýni höfundur Hávamála hefur varla slegið í gegn með slíkan boðskap í hófi þar sem mjöðurinn var kneyfaður ótæpilega.“

Pistill dagsins: Lausnin 7/7