Fara í efni
Mannlíf

Langþráður sigur í skrautlegum leik

Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar marki sínu í dag, sem reyndist sigurmark leiksins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Elfar Árni Aðalsteinsson gerði sigurmark KA í dag þegar liðið vann ÍBV 4:3 í bráðskemmtilegum leik í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins, á nýja Greifavellinum. 

Sigurmarkið kom á 76. mínútu eftir glæsilegt spil KA-manna. Hallgrímur Mar Steingrímsson átti stoðsendinguna; komst inn á vítateig vinstra megin, sendi fyrir og Elfar Árni skoraði með laglegri hælspyrnu.

KA er þar með komið með 21 stig eftir 12 leiki og er í þriðja sæti deildarinnar. Leikmenn ÍBV hafa enn ekki fagnað sigri í deildinni í sumar og KA-menn höfðu beðið lengi eftir sigurleik; þeir unnu síðast ÍA á Skaganum 15. maí.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Nánar síðar